Við notum kökur - Þær hjálpa okkur að veita þér meiri upplifun af leiknum.
Með því að nota vefsíðuna okkar samþykkir þú að við megum vista og nota kökur á tölvubúnaðinn þinn.

Leikur: Taktík

Fyrir hvern leik getur þú skipað liðinu þínu að nota ákveðna taktík. Hver taktík hefur sína kosti og galla svo veldu vandlega. Það eru 6 tegundir af taktíkum (og venjulegt) á boðstólnum. Ef þú velur enga sérstaka taktík þá spilarðu "venjulega".

Hæfni taktíka

Hversu vel þú nærð valdi á taktík, veltur á hæfni taktíkar fyrir þessa ákveðnu taktík. Þessi hæfni er reiknuð út frá mismunandi hæfileikum leikmanna auk reynslubónus fyrir hvern hlutaðeigandi leikmann.

Hve árangursrík taktíkin verður, ræðst einnig af því hve góðir leikmennirnir á vellinum eru. Því betri leikmenn á vellinum, því betri taktík þarftu til að ná sama árangri. Í reynd þýðir þetta að þú þurfir betri taktíska hæfni í efri deildum heldur en þeim lægri.

Pressa

Pressa þýðir að þínir leikmenn setja pressu á andstæðinginn þinn og einbeita sér meira á það að stoppa sóknir andstæðingsins heldur en að búa til sínar eigin. Pressa getur verið góð ef þér finnst þú vera með lakara lið og þú vilt halda mörkunum í lágmarki.

Kostir: Þú getur dregið úr fjölda hugsanlegra sóknarfæra í leik (fyrir bæði lið).

Gallar: Það dregur meira af úthaldi leikmanna þinni en venjulega.

Hæfileikar sem skipta máli: Samanlagðir varnarhæfileikar og samanlagt úthald fyrir alla útispilandi leikmenn ákvarða hæfni þína í pressutaktík. Ef þú ert með “Kraftmikinn” leikmann, mun varnarhæfileiki hans telja tvöfalt. Því þreyttari sem leikmenn þínir verða, því erfiðara verður það fyrir þá að setja pressu á andstæðinga sína.

Í hvert sinn sem hugsanlegt færi er hindrað af liði sem notar pressutaktíkina, er það tilkynnt í leikjaskýrslunni. Ekki er hægt að sjá hvort liðið hefði hagnast á færinu. Ef bæði lið pressa verða áhrifin að meðaltali tvöföld. Að auki, þegar spilað er gegn liði sem reynir langskot, getur pressulið komið góða möguleika á að koma í veg fyrir langskotstilraunirnar.

Skyndisóknir (CA)

Skyndisóknir þýða að þú leyfir andstæðingnum að stýra boltanum, og um leið og sókn þeirra misheppnast reynir þú hraðar skyndisóknir. Að spila skyndisókn getur verið góður valkostur ef þú ert með mjög góða vörn og sókn en lélega miðju, og þá sérstaklega ef andstæðingur þinn er með lélega sókn.

Kostir: Þú getur fengið fleiri sóknir (þú færð tækifæri til skyndisóknar þegar vörnin þín stöðvar sókn andstæðings þíns).

Gallar: Þú tapar 7% af getu miðjunnar.

Hæfileikar sem skipta máli: Samanlagðir hæfileikar í sendingum og vörn hjá varnarmönnum þínum ákvarða taktíkhæfni þína í skyndisóknum. Sendingar eru tvöfalt mikilvægari heldur en varnarhæfileikinn.

Einungis liðið sem er ekki með yfirráð á miðjunni, á þeim tíma þegar sókn bregst, getur notfært sér kosti þessara taktíkar(og athugaðu að þú verður að tapa miðjunni áður en 7% refsingin virkjast). Ef þú ræður yfir miðjunni, siturðu uppi með ókostina. Allar skyndisóknir eru tilkynntar í leikjaskýrslunni. Þegar liðið kemst í skyndisókn dregur úr möguleikanum á annari.

Sókn gegnum miðju (AIM)

Sókn gegnum miðju þýðir að liðið þitt einbeitir sér að sækja fram gegnum miðju leikvallarins. Með öðrum orðum, þú fórnar köntunum til þess að sækja gegnum miðjuna.

Kostir: Um 15-30% af sóknum á köntunum verður breytt í sókn gegnum miðju.

Gallar: Vörnin á báðum köntunum verður eitthvað verri.

Hæfileikar sem skipta máli: Samanlögðir sendingarhæfileikar hjá öllum útispilandi leikmönnum ákvarða hæfni þína á þessari taktík.

Þegar sókn er skipt frá kanti yfir á miðju, kemur tilkynning um það í leikjaskýrslunnni.

Sókn á köntunum (AOW)

Þetta virkar á sama hátt og "Sókn gegnum miðju" nema öfugt. Þú fórnar miðjusóknum fyrir kantsóknir. Þar sem færri sóknir fara í gegnum miðjuna heldur en upp kantana, þá umbreytir þú sóknunum (prósentulega séð) örlítið meira. Sama gildir fyrir "Sókn á köntum" nema þá snýst all við.

Kostir: Um 20-40% af sóknum gegnum miðjuna munu breytast í kantsóknir.

Gallar:Miðvörnin þín verður eitthvað verri.

Hæfileikar sem skipta máli: Samanlagður sendingarhæfileiki hjá öllum útispilandi leikmönnum ákvarða hæfni þína í þessari taktík.

Í hvert sinn sem sókn er breytt frá miðju til kants er það tilkynnt í leikja skýrslunni.

Spila skapandi

Spila skapandi þýðir það að leikmenn reyna að notast frekar við sérsvið sín og aðra eiginleika.

Kostir: Þú eykur líkurnar á því að fá sérstaka atburði í leik fyrir bæði lið en liðið þitt fær aðeins fleiri möguleika til að ná þeim, hvort sem þeir eru jákvæðir eða neikvæðir.

Gallar: Vörnin versnar eitthvað.

Hæfni sem skiptir máli: Þegar spilað er skapandi þarf hæfni manna í sendingum og aðalhæfni að vera há (sú helsta sú mikilvægasta). Sé leikmaður einnig óútreiknanlegur, tvöfaldast framlag hans til taktíkarinnar. Svo þetta verði að gagni, á liðið að hafa marga slíka leikmenn, menn með sérsvið og rétta blöndu af hæfni. Saman geta þeir skapað sérstaka atburði í leiknum (SE).

Langskot

Þegar þú notar langskotstaktík, eru leikmenn hvattir til þess að taka frekar langskot heldur en að reyna að spila sig í gegnum andstæðinginn. Með öðrum orðum þá fórnar þú sóknunum á köntunum og miðjunni fyrir langskot. Langskot setur skotmannin á móti markmanninum. Þetta getur verið gagnlegt ef þú átt í erfiðleikum með það að skora gegnum miðjuna eða á köntunum, en ert með þokkalega skotmenn.

Kostir: Langskotstaktíkin breytir um 30% af miðju- og kantsóknum í langskot.

Gallar: Kant- og miðsóknir þínar, ásamt miðjuspilinu þínu, verða eitthvað verri.

Hæfileikar sem skipta máli: Hæfni útileikmanna þinna í sóknargetu og föstum leikatriðum. Sóknargetan er þrefalt mikilvægari heldur en föst leikatriði.

Þegar sókn hefur verið breytt í langskot, getur andstæðingurinn stýrt boltanum frá hættu ef hann notast við pressutaktíkina. Ef skotinu er ekki stýrt frá, geta útileikmenn tekið skotið (miðju- og kantmenn tvöfalt líklegri). Gæði skotsins ráðast af hæfni skotmannsins í sóknargetu og föstum leikatriðum. Markvörðurinn getur reynt að bjarga boltanum með því að notast við hæfni sína í markvörslu og föstum leikatriðum. Fyrir bæði skotmanninn og markmanninn, þá er betra að hafa frekar jafnt í báðum hæfileikum heldur en mikið í öðrum.

Öll langskot eru tilkynnt í leikjaskýrslunni, þar með talin þau sem mishepppnast.

 
Server 070