Við notum kökur - Þær hjálpa okkur að veita þér meiri upplifun af leiknum.
Með því að nota vefsíðuna okkar samþykkir þú að við megum vista og nota kökur á tölvubúnaðinn þinn.

Innáskiptingar

Eins og nefnt er í kafla 4 um uppstillingu, ef einn af leikmönnum þínum meiðist, mun varamaður fyrir þá stöðu koma sjálfkrafa inn á völlinn. En þú getur einnig sett upp forsendur fyrir innáskiptingar.

Forsendur fyrir innáskiptingar

Þú getur sett upp fyrirfram innáskiptingar fyrir leik, annaðhvort fyrir einhverja snilldar leikútfærslu eða bara til að skipta út þreyttum leikmanni fyrir óþreyttann. Þú getur t.d. skipt út framherja fyrir auka varnarmann til að tryggja forystu þína í leik, eða skipt út varnarmanni fyrir framherja ef þú ert undir í leik. Þú getur einnig valið um að breyta einstaklingsskipunum fyrir leikmann.

Að setja upp forsendur fyrir innáskiptingu

Til að setja upp innáskiptingu smellirðu á "Skiptingar/Skipanir" flipann á leikskipanasíðunni. Þú velur leikmanninn sem þú vilt að fari af velli og varamanninn sem kemur inn á völlinn. Þú ákveður síðan hvaða skilyrði fylgja þessari innáskiptingu. Þú getur undirbúið að innáskiptingin eigi sér stað eftir ákveðna mínútu, eða hvernig staðan er í leiknum með því að sýna "ítarleg skilyrði". Þar getur þú einnig bætt við skilyrðum ef einn af þínum leikmönnum (eða andstæðings) fær rautt spjald og breytt stöðu leikmanns.

Að setja upp hegðunarbreytingu

Þú setur upp hegðunarbreytingu einnig í "Skiptingar/Skipanir" flipanum. Svipað eins og að bæta við innáskiptingu, velurðu leikmanninn sem þú hefur í huga og bætir síðan við skilyrðum þegar þú villt að hann breyti um hegðun.

Þú getur bætt við fimm leikmannaskipunum

Þú getur bætt við fimm mismunandi leikmannaskipunum (innáskiptingar og hegðunarbreytingar). En mundu, dómarinn leyfir þér ekki fleiri en þrjár innáskiptingar í leik.

Skipunum er framfylgt þegar skilyrði eru uppfyllt

Öllum þínum leikmannaskipunum verður framfylgt í leiknum um leið og þau skilyrði sem þú settir upp fyrir leikinn eru uppfyllt. Ef skilyrði eru ekki uppfyllt, mun skipuninni ekki verða framfylgt. Ef þú skipar innáskiptingu á 65. mínútu hvernig sem staðan er, mun innáskiptingin eiga sér stað á 65. mínútu. Ef þú skipar innáskiptingu á 70. mínútu ef þú ert með forystu, mun innáskiptingin eiga sér stað hvenær sem er eftir 70. mínútu þegar/ef skilyrði eru uppfyllt. Sem sagt ef þú nærð forystu á 80. mínútu, þá fyrst mun innáskiptingin eiga sér stað.

Ef þú setur upp tvær skipanir fyrir 70. mínútu, eina ef þú ert með forystu og hina ef þú ert með meira en eins marka forystu, og ert með 3-0 forystu þegar sá tími kemur - verður báðum skipunum framfylgt.

Athugið: Hafirðu sett tvær skipanir með sömu ástæðum (til dæmis, leiksmínúta og staða) verða þær ekki framkvæmdar á sama augnabliki en í þeirri röð er þær voru gerðar.

Eftir leikinn getur þú (en ekki andstæðingurinn) skoðað lista yfir allar leikmannaskipanir þínar gegnum hlekk á stjörnugjafasíðunni, ásamt upplýsingum um hvenær þeim var framfylgt eða hvers vegna þeim var ekki framfylgt.

Þú getur ekki brugðist við meiðslum

Það er ekki mögulegt að setja upp nein skilyrði vegna meiðsla. Ef einn af leikmönnum þínum verður fyrir meiðslum í leik, bregst kerfið sjálfvirkt við því. Þetta þýðir einnig að meiðsli geta ruglað áætlunum þínum fyrir innáskiptingar, alveg eins og hjá fótboltastjórum í raunveruleikanum.
 
Server 070