Við notum kökur - Þær hjálpa okkur að veita þér meiri upplifun af leiknum.
Með því að nota vefsíðuna okkar samþykkir þú að við megum vista og nota kökur á tölvubúnaðinn þinn.

Hjálp »   Handbók »   Sálfræði 

Sálfræði

Það að stjórna fótboltaliði snýst ekki einungis um taktík og þjálfun, heldur um sálfræði líka. Liðið þitt þarf að vilja að vinna og hafa trú á sér. Hugarástand liðs þíns hefur áhrif á úrslit leikja og úrslit leikjanna hefur áhrif á hugarástand liðsins.

Liðsandi

Andrúmsloftið hjá félaginu hefur mikil áhrif á frammistöðu liðsins. Liðsandinn hefur áhrif á miðjuna og því hærri sem liðsandinn er, því betur mun miðjan standa sig. Þetta ákvarðar hversu mikil yfirráð þú ert með yfir boltanum. Liðsandinn sjálfur stýrist af nokkrum þáttum en þá sérstaklega leiðtogahæfileikum þjálfarans, liðsáherslu fyrir leiki, leikmannakaup og sölur og sálfræðingnum sem þú ert með í vinnu.

Sjálfstraust

Leikmenn þínir þurfa að hafa trú á sjálfum sér til að spila vel. Lið með lágt sjálfstraust mun eiga í erfiðleikum með að klára færin. Hátt sjálfstraust er almennt talið gott, en ef það verður of hátt, geta leikmenn byrjað að vanmeta andstæðinginn sem er lakari en þeir sjálfir (sjá neðar fyrir frekari upplýsingar). Sjálfstraust liðsins endurspeglast í einkunnum á sóknarsvæðunum. Sjálfstraust byggist fyrst og fremst á úrslitum fyrri leikja, en sálfræðingur og þjálfari með háa leiðtogahæfni hafa líka jákvæð áhrif.

Liðsáhersla

Fyrir hvern keppnisleik (fyrir utan vináttuleikja) getur þú sagt leikmönnum þínum hversu mikilvægur leikurinn er. Liðsáherslan hefur áhrif á hversu mikil yfirráð yfir boltanum þú færð. Þú hefur þrjá valkosti:

Leikur tímabilsins: Leikmenn þínir gera allt til þess að vinna leikinn. Hinsvegar mun liðsandinn falla strax eftir leikinn, sem þýðir að leikmennirnir þínir munu ekki spila eins vel í komandi leikjum.

Venjuleg: Leikmennirnir spila eins og venjulega.

Spila rólega: Leikmönnum þínum er sagt að slaka á þar sem aðrir mikilvægari leikir eru framundan. Strax eftir leikinn mun liðsandinn hækka og leikmenn þínir munu spila betur í komandi leikjum.

Persónuleiki leikmanns

Allir leikmenn hafa persónuleika. Óheiðarlegir og árásargjarnir leikmenn eiga að til að fá oftar áminningar og vera reknir í sturtu heldur en aðrir. Leiðtogahæfileikinn er mikilvægur fyrir fyrirliðann og þjálfarann.

Sálfræðilegir leikatburðir

Hvernig leikur spilast getur haft áhrif á hegðun leikmanna gagnvart áherslum stjórans. Sálfræðilegir atburðir geta haft stór áhrif í ákveðnum leik en hafa ekki í sjálfu sér áhrif á liðsandann eða sjálfstraustið í næstu leikjum. Lið með tveggja marka forystu missir sóknarskrið sitt og dregur sig til baka. Þessi áhrif munu aukast ef liðið bætir við marki: Hvert mark dregur úr sókn um 8% og bætir vörnina um 7,5%. Hvert mark sem minkar muninn snýr áhrifunum við. Það eru efri mörk á markamuninum upp í 8 en þá hætta breytingarnar.

Í einstaka stöðu eru lið líkleg til að halda þessari sálfræðilegu áhrifum. Sé liðið að spila "Leik tímabilsins", draga þeir sig ekki til baka þó þeir séu með mikið forskot. Það sama á við um ef liðið spilar úrslitaleikinn í landsbikarnum Heimsmeistarakeppninni eða Hattrick Masters og í síðustu umferð tímabilsins.

Leiki lið óvenju illa í fyrri háfleik, gæti hárblásari stjórans haft þau áhrif að leikmenn tækju sig saman í andlitinu og spilað eins og fullorðnir menn í seinni hálfleik.

Vanmat

Ef þú spilar á móti liði sem er í verri stöðu í deildinni en þú, og sjálfstraustið er sterkt eða betra, geta leikmennirnir þínir vanmetið andstæðinginn þinn og spilað undir getu. Hættan við að vanmeta andstæðinginn þinn fer eftir stigafjölda, sætamismun á milli liðanna, sjálfstrausti og liðsáherslu fyrir leikinn. Því meiri munur, því líklegra að vanmat eigi sér stað. Eina leiðin til þess að fjarlægja þessa hættu er að spila leik tímabilsins.

Ef þú vanmetur andstæðinginn þinn, fer eftir stigamismun, sjálfstrausti, liðsáherslu og hvort þú spilar á heimavelli eða útivelli hversu mikið þú vanmetur andstæðinginn. Þú hefur þó tækifæri á því að minnka vanmatið í hálfleik eftir því hvernig staðan er í leiknum. Að fullu ef þú ert undir, 2/3 ef það er jafnt og 1/3 ef þú ert einu marki yfir.

Athugið að vanmat getur bara gerst í deildarleikjum, en ekki í fyrstu þrem umferðunum.

 
Server 070