Við notum kökur - Þær hjálpa okkur að veita þér meiri upplifun af leiknum.
Með því að nota vefsíðuna okkar samþykkir þú að við megum vista og nota kökur á tölvubúnaðinn þinn.

Leikmenn: Hæfileikar

Hver leikmaður hefur 8 grunnhæfileika, en einnig eru aukalegir þættir sem hafa áhrif á getu þeirra í mismunandi stöðum. Við skulum sundurliða þessa mismunandi hæfileika fyrst:
Úthald: Ræður um hversu mikið leikmaður missir af getu til að spila, þegar líður á leikinn.
Leiktækni: Hæfileikinn til þess að stýra boltanum og búa til marktækifæri.
Sóknargeta: Boltinn á að fara í netið.
Kantur: Hæfileikinn til þess að klára marktækifæri með því að sækja fram niður kantanna.
Markvarsla: Boltinn á ekki að fara í markið þitt.
Sendingar: Leikmenn sem vita hvernig á að gefa skynsamar sendingar eru góð hjálp fyrir sókn liðsins.
Vörn: Hæfileikinn til þess að stoppa sókn andstæðingsins.
Föst leikatriði: Útkoman af auka- og vítaspyrnum ráðast af því hversu góður leikmaðurinn er í föstum leikatriðum.

Hversu góður er leikmaðurinn?

Í raunveruleikanum myndir þú segja að leikmaður væri “þokkalegur vængmaður” eða “mjög góður varnarmaður” þegar þú sérð hann spila. Í Hattrick gerum við það sama til að lýsa hversu góðir leikmenn eru. Við notum skala með gildum (og ekki bara fyrir leikmenn), og fyrir leikmenn fer listinn frá Ófær upp í Guðdómlegur Þú getur séð allann gildisskalann í viðaukanum okkar.

Mismunandi leikmenn þurfa mismunandi hæfileika

Allir leikmenn þurfa ekki að vera góðir í öllu, en úthald er mikilvægt fyrir alla.  Stundum er nóg að leikmaður sé góður í einni hæfni (fyrir utan úthald), en þú færð mest út úr leikmanninum ef hann sé fær í annarri hæfni.   Hvaða hæfileikar (fyrir utan úthald) sem leikmaður getur haft hag af, ræðst af í hvaða stöðu hann spilar:

Markmenn:

Markvarsla er mikilvæg fyrir markmenn. Þeir græða einnig á að vera góðir varnarmenn ásamt því að föst leikatriði hjálpa til við að verjast auka- og vítaspyrnum.

Varnarmenn:

Varnarmenn þurfa náttúrulega mikla varnarhæfileika. Leiktækni er einnig bónus, og sendingar hjálpa mikið til við skyndisóknir (sjá taktík kafla).

Bakverðir:

Vörn er mikilvægust, en þeir græða einnig á að vera góðir kantmenn. Þeir græða lítið á Leiktækni og sendingar hjálpa til við skyndisóknir.

Miðjumaður:

Að hafa leikmenn með góða leiktækni á miðjunni, er lykillinn að velgengni liða. Þeir notast einnig mikið við að senda boltann og í að verjast sem og að sækja fram og skora.

Kantmenn:

Hagnast náttúrulega mest á að vera með góða kanthæfileika, en leiktækni er einnig mjög mikilvæg. Auk þess nota þeir einnig hæfileika sína í sendingum og vörn.

Sóknarmenn:

Þeirra aðalmarkmið er að skora mörk sem gerir sóknargetu að þeirra aðalhæfileika. Sendingar eru einnig mikilvægar og einnig kantur og leiktækni.

Breytingar á hæfileikum:

Hæfileikarnir breytast smám saman með tímanum. Allir hæfileikar geta batnað með þjálfun svo framarlega sem leikmenn lifa, en því eldri sem leikmenn verða byrja þeir einnig að tapa hæfileikum. Allt um breytingar á hæfileikum er útskýrt í þjálfunarkaflanum.
 
Server 070