Við notum kökur - Þær hjálpa okkur að veita þér meiri upplifun af leiknum.
Með því að nota vefsíðuna okkar samþykkir þú að við megum vista og nota kökur á tölvubúnaðinn þinn.

Hattrick Masters

Hattrick Masters keppnin er alþjóðleg keppni fyrir alla sem unnu bikarkeppnina og efstu deildina. Það er spilað í 4 vikur, sem hefst eftir fjórðu umferð hvers tímabils. Leikirnir eru spilaðir klukkan 16:00 á mánud0gum og á fimmtudögum klukkan 20:00 (Hattrick tími).

Skipulagið

256 lið geta tekið þátt í Hattrick Masters keppninni og er hún spiluð í 8 umferðum með bikarfyrirkomulagi. Drátturinn fyrir hvert lið er algerlega handahófskenndur og leikirnir eru spilaðir á hlutlausum völlum.

Ef það eru ekki nægilega mörg lið til að fylla fyrstu umferðina, munu einhver heppin lið (valin handahófskennt) sleppa við fyrstu umferðina og hoppa í aðra umferð. Ef einhver lið hafa misst stjórann sinn (eða skipt um stjóra) geta þau ekki keppt í Hattrick Masters keppninni. Ef lið vinnur bæði bikarinn og efstu deildina á sama tímabili verður það lið það eina frá því landi.

Sérstakar reglur keppninnar

Það eru nokkrar sérstakar reglur sem eiga við um Hattrick Masters keppnina:

Spjöld og meiðsli: Spjöld skipta ekki máli (nema rauð spjöld í leiknum auðvitað) en meiðsli geta gerst eins og venjulega.

Liðsáhersla: Það að spila “Leikur tímabilsins” (MOTS) eða “Spila rólega” (PIC) munu ekki hafa eins mikil áhrif eins og í venjulegum leikjum. Áhrifin í leiknum eru þó þau sömu eins og í venjulegum leik samt sem áður.

Þjálfun: Hattrick Masters keppnin telur ekki til þjálfunar.

Tekjur af Hattrick Masters keppninni

Heima og útiliðin skipta tekjum leiksins jafnt á milli sín. Bestu liðin fá einnig verðlaunafé eins og sýnt er á töflunni fyrir neðan.

Sigurvegari Hattrick Masters fær 800 000 US$, annað sætið fær 400 000 US$ og þau tvö lið sem töpuðu í undanúrslitunum fá 200 000 US$. Taplið fjórðungsúrslita fá 100 000 US$ hvert og síðustu 16 liðin fá 50 000 US$ hvert.

 
Server 070