Við notum kökur - Þær hjálpa okkur að veita þér meiri upplifun af leiknum.
Með því að nota vefsíðuna okkar samþykkir þú að við megum vista og nota kökur á tölvubúnaðinn þinn.

Hjálp »   Handbók »   Bikarkerfið 

Bikarkerfið

Það er ákveðin upphefð að vinna bikarinn og fyrir áhangendur þína er bikarinn alveg jafn mikilvægur og deildin. Bikarinn er einnig fínt tækifæri til þess að fá auka pening í vasann. Bikarkerfi Hattrick hefur verið hannað til að bjóða þýðingarmikla reynslu fyrir lið í öllum deildum. Það hefureinnig verið hannað til að ganga úr skugga um að hvert lið fái að minnsta kosti þrjá bikarleiki á hverju tímabili.

Hvert lið í 6. deild og ofar keppir í Landsbikarnum. Verði félagið slegið snemma út fær liðið í staðinn að keppa í minni bikarkeppni. Hafi deildarkerfið fleiri en sex deildir, verður einnig Deildarbikar fyrir hverja deild fyrir neðan 6. deild. Lið í þeim deildum (7. deild og neðar) spila í viðkomandi Deildabikar í stað Íslandsbikarnum. Sé liðið þitt slegið snemma úr Deildabikarnum munt þú eins og í Íslandsbikarnum, átt möguleika á að taka þátt í minni bikarkeppnum.

Umferðir bikarsins

Bikarinn er alltaf spilaður í miðri viku (sjá deildarupplýsingar fyrir nákvæman tíma í þínu landi). Fyrsta umferð Landsbikarsins og Deildabikarsins er alltaf vikuna fyrir fyrsta leik tímabilsins. Áskorendabikarkeppnirnar samanstanda af liðum sem hafa verið slegin út úr Landsbikarnu og Deildabikarnum og því hefst Áskorendabikarinn einni viku seinna en Lands og Deildabikararnir. Það eru aðskildar Áskorendabikarkeppnir eru í samræmi við Landsbikarinn og veið hverja Deildarbikarkeppni. Fyrsti bikarandstæðingur þinn og fyrsti bikarinn sem þú spilar í, verður tilkynntur einni viku áður. Í næstu umferðum verður næsti andstæðingur ákveðinn stuttu eftir umferð lokinni.

Lið sem koma í keppnina í seinni umferðir mæta alltaf liðum sem hafa komið í keppnina í fyrri umferðum. Ef lið komu í keppnina á sama tíma, munu sterkari liðin alltaf keppa á móti veikari. Þetta þýðir að náir þú að hanga í Landsbikarnum í 5 eða 6 umferðum, þá ferðu í Áskorendabikarinn og lendir á móti liði sem var slegið úr 1. eða 2. umferð sama hver árangur þinn var í bikarnum.

Styrkleikaröð fer fyrst eftir stöðu liðsins í deild, svo eftir eftirfarandi:

Kappleikjavellir

Aðalreglan er sú að sterkasta liðið sem enn er í bikarnum leikur úti gegn veikasta liðinu sem enn er í bikarnum. Til að ákvarða þetta notum við styrkleikaröðun , sem útskýrt er nánar hér að neðan.

Í síðustu sex umferðum bikarsins hefur röðun ekki áhrif á heima- eða útileikaforskot þar sem öll leikir eru spilaðir á hlutlausum völlum.

Bikar dráttur

Hvernig er andstæðingur þinn í bikarnum ákveðinn?

Í fyrstu umferð bikarsins mun hæst setta liðið alltaf spila útileik gegn lægst setta liðinu í bikarnum.

Áður en fyrsta umferð hefst, er dregið fyrir aðra umferð. Fyrir þennan drátt, er gert ráð fyrir að öll hátt sett lið komist áfram frá fyrstu umferð.

Ef lið með lægra sæti vinnur í fyrstu umferð mun það erfa sæti andstæðings síns í annarri umferð. Þetta gæti gefið því auðveldari andstæðing en ella í þeirri umferð. Hins vegar varir þessi kostur ekki lengi. Áður en önnur umferð hefst, er dregið fyrir þriðju umferðina. Aftur eru öll eftirstandandi efstu liðin pöruð við eftirstandandi lægra settu liðin.

Kosturinn við þetta kerfi er sá að fyrir hverja umferð bikarsins munu öll eftirstandandi lið vita hvað gerist ef þau komast áfram í næstu umferð. Það verður alltaf annar leikur, og sigurvegari hans mun spila gegn sigurvegara úr þínum leik í næstu umferð.

Hér er dæmi um hvernig drátturinn í Hattrick bikarnum virkar:

Í fyrstu umferð höfum við eftirfarandi 16 lið og leiki:

Fyrsta umferð

Liðsröðun16-Liðsröðun1
Liðsröðun15-Liðsröðun2
Liðsröðun14-Liðsröðun3
Liðsröðun13-Liðsröðun4
Liðsröðun12-Liðsröðun5
Liðsröðun11-Liðsröðun6
Liðsröðun10-Liðsröðun7
Liðsröðun9-Liðsröðun8

Væntanlegir leikir í 2. umferð, eins og þeir voru tilkynntir áður en 1. umferð hófst, eru þessir:

Liðsröðun8-Liðsröðun1
Liðsröðun7-Liðsröðun2
Liðsröðun6-Liðsröðun3
Liðsröðun5-Liðsröðun4

Hins vegar enduðu tveir leikir með óvæntum sigri síðra liðs - Lið 16 og lið 14 stóðu sig betur. Vegna þessa verða raunverulegir leikir í 2. umferð þessir:

Liðsröðun8-TLiðsröðun16
Liðsröðun7-Liðsröðun2
Liðsröðun6-Liðsröðun14
Liðsröðun5-Liðsröðun4.

Nú, þegar dregið er fyrir 3. umferð, gerir kerfið aftur ráð fyrir að efstu liðin vinni, sem skapar þennan drátt:

Liðsröðun8-Liðsröðun2
Liðsröðun6-Liðsröðun4

Ef Lið 16 vinnur aftur, mun það öðlast sæti Liðs 8.
Ef Lið 14 vinnur aftur, mun það fá sæti Liðs 6.

Bikarröðun

Bikarröðunin er notuð þegar bikardrátturinn er búinn til. Það er fast röðunarkerfi sem breytist ekki eftir að bikarinn hefur hafist. Fyrsti þátturinn í röðuninni er í hvaða deild liðið spilar á núverandi tímabili. Liðin eru síðan raðað innan þessara deildarhópa sem hér segir:

1. Virk lið sem falla
2. Virk lið sem hvorki falla né fara upp
3. Lið sem komast upp á eigin styrkleika
4. Lið sem komast upp “fríkeypis” (skipta við bottalið)
5. Bottalið, ef það eru laus pláss.

Liðin í hópunum hér að ofan eru röðuð nákvæmlega samkvæmt því hvernig einkunnagjöfin var í lok síðasta tímabils. Einkunnin helst eins í gegnum bikarinn.

Gangtu til liðs við Seinni Bikar síðar

For Challenger and Consolation cups, the time of entry is also factored into the seed. Teams who entered early are guaranteed to be seeded higher than those who joined later. The Cup ranking of each team still matters, but only to decide in which order teams that entered on the same date will be seeded.

Eitt dæmi væri að liðið þitt tækist að vera í Þjóðarbikarnum til 5. eða 6. umferðar áður en það er úr leik. Þegar ferðalag bikarsins heldur áfram í Challenger-bikar á lægra stigi, verður þú alltaf settur lægra en lið sem gengu til liðs við keppnina fyrr. Hæst setti liðið af þeim sem gengu til liðs í fyrstu umferð mun leika á móti lægst setti liðinu af þeim sem gengu til liðs við nýjast.

Kerfi mismunandi bikarkeppna

Mikilvægasta bikarkeppnin í hverri deild er Landsbikarinn sem er opin hverju liði í 6. deild og ofar og hefur menskan stjóra. Sterkustu liðin eiga möguleika á að vinna Landsbikarinn en þau lið sem ná nógu langt í keppnini verða verðlaunuð.

Hinsvegar. Ef liðið þitt fellur snemma úr Landsbikarnum, færðu annan séns. Fallirðu úr einhverri af fyrstu sex umferðum Landsbikarsins, tekurðu í staðinn þátt í einni af þremur Áskorendakeppnum sem eru enn opnar félaginu. Verðlaunin er samt ögn lægri en í Landsbikarnum. Ef þú getur haldið liðinu í Landsbikarnum, þá margborgar það sig.

Áskorendabirarnir þrír eru kallaðir Smaragður, Rúbín og Safír. Smaragðsbikarinn tekur við liðum sem falla út í 1. eða 6. umferð Landsbikarsins. Rúbínbikarinn tekur við liðum sem falla út í 2. og 5. umferð og Safírbikarinn taka á móti liðum sem falla út í 3. og 4. umferð. Þessir þrír bikarar verða svo samferða og einn sigurvegari verður að lokum krýndur í hverjum þeirra og Landsbikarnum. Athugið áskorendabikararnir geta heitið mismunandi nöfnum eftir deildum.

Lið sem falla úr 1. umferð í Smaragðs- og Rúbínbikarnum fara í Harmbikarinn sem færir sigurvegaranum ekkert verðlaunafé, bara bikar í hilluna.

Í deildum með meira en sex deildum eru skipulagðir Deildarbikarkeppnir fyrir 7. deild og neðar. Deildarbikarkeppnir fylgja eftir svipuðu myndtri með einum aðal bikar, hinum þremur Áskorendakeppnum, Smaragðs, Rúbíns og Safírs sem og Harmbikarinn. Það sem skilur þá að eru peningarnir. Öll innkoma er minni.

Stærð bikarsins fer eftir fjölda liða sem taka þátt í bikarnum og hafa menskan stjóra. Minnsta mögulegasta bikarkeppnin fyrir menska stjóra verður valin. Þegar allir menskir stjórar eru með, fyllist bikarinn af bottum svo hægt verði að hefja mótið.

1. Fjöldi hæfra liða, stjórnuð af mönnum eru talin
2. Minnsta bikarstærðin sem hæfir öllum liðum sem stjórnuð eru af mönnum er valin
3. Bikarinn er fyrst fylltur af menskum liðum
4. Svo bottalið frá deildakerfinu
5. Ef þetta er ekki nóg, munu ný bottalið verða búin til eingöngu í þágu bikarsins.


Vika Landsbikarinn Áskorendabikarinn
(Smaragður)
Áskorendabikarinn
(Rúbín)
Áskorendabikarinn
(Safír)
Framrúðubikarinn
Lið Lið Lið Lið Lið
1 16384
2 8192 8192
3 4096 4096 4096 4096
4 2048 2048 2048 2048 4096
5 1024 1024 1024 2048 2048
6 512 512 1024 1024 1024
7 256 512 512 512 512
8 128 256 256 256 256
9 64 128 128 128 128
10 32 64 64 64 64
11 16 32 32 32 32
12 8 16 16 16 16
13 4 8 8 8 8
14 2 4 4 4 4
15 - 2 2 2 2
16 - - - - -
  • Tapliðin í fyrstu umferð og sex úr Landsbikarnum munu færast í Smaragðsbikarinn.
  • Tapliðin í annarri umferð og fimm úr Landsbikarnum munu færast í Rúbínbikarinn.
  • Tapliðin í þriðju umferð og fjögur úr Landsbikarnum munu færast í Safírbikarinn.
  • Tapliðin í fyrstu umferð í Smaragðsbikarnum og Rúbínbikarnum fara áfram í Harmbikarinn.

Áhrif liðs

Einn mikilvægur hlutur Bikarkeppnis eru taktískir valmöguleikar sem þeir sýna. Að vera í bikarnum til lengri tíma færir þér meiri keppnisleiki sem þýðir einnig fleiri tækifæri til að bæta sjálfstraust og liðsanda í undirbúningi fyrir deildina. Bikarleikir færa leikmönnum meiri reynslu, sem með meiri miðasölu gerir bikargöngu verðmætari. Hinsvegar hafa ekki allar bikarkeppnir sömu áhrif og þessi.

Spjöld og meiðsli eru í fullu gildi í öllum bikarkeppnum. Fái leikmaður spjald í bikar gæti hann farið í bann í næsta deildarleik.

Liðsandi, sjálfstraust og lundarfar stuðningsmanna: Aðeins leikir í Landsbikar og Deildabikar hafa áhrif á þessi gildi. Leikir í öllum öðrum bikurum hagast eins og æfingaleikir þegar kemur að Liðsanda, sjálfstrausti og lundarfari.

Reynsla: Landsbikarinn og Deildarbikarinn gefur leikmanninum tvöfalda reynslu miðað við deildarleik. Áskorendabikar og Harmbikarinn gefa honum hálfa þá reynslu sem fæst af deildarleik.

Bikartekjur

Miðasala er mikilvæg tekjulind í árangursríkri bikargöngu. Því lengra sem liðið nær í bikarnum, því fleiri stuðningsmenn, því meiri tekjur. Landsbikarinn og Deildabikararnir teljast meira spennandi fyrir stuðningsmenn heldur en Áskorendabikarinn og Harmbikarinn. Þegar leikir í Landsbikarnum og Deildabikarnum geta laðað að jafn mikinn áhorfendafjölda og deildarleikir, eru hinir bikarleikirnir svipaðir og æfingaleikir þegar kemur að áhorfendum. Alþjóðlegur Áskorendabikar dregur að sér þrefalt fleiri áhorfendur en það sem æfingaleikur á milli tveggja liða gerir. Alþjóðlegur Harmbikar dregur að sér tvöfalt fleiri áhorfendur en æfingaleikur. Deildaskipti Áskorendabikarinn dregur að sér tvöfalt fleiri áhorfendur en æfingaleikur. Deildaskiptur Harmbikar dregur að sér 50% fleiri áhorfendur en æfingaleikur.

Heimaliðið fær 67% af innkomu miðasölunnar og gestirnir fá 33. Í síðustu 6 umferðunum skipta liðin innkomunni 50/50. Stuðningsmennirnir eru yfirleitt ekki hrifnir af fyrstu umferðum bikarsins en áhugi þeirra vex með hverri umferð. Það er líka rétt að stuðningsmenn neðrideildarliða vilja líka sjá leik gegn liðum í efri deildum, en það sama gildir ekki með hina. Bestu liðin í bikarnum fá einnig verðlaunafé eins og sýnt er í töflunni að neðan. Engin verðlaun eru veitt fyrir markaskorara bikarsins.

Landsbikarinn

Staða Landsbikarinn Áskorendabikarinn Framrúðubikarinn
Sigurvegari 1 500 000 US$ 300 000 US$ -
Annað sæti 1 000 000 US$ 150 000 US$ -
Undanúrslit 750 000 US$ 100 000 US$ -
Fjórðungsúrslit 500 000 US$ 50 000 US$ -
Sextán liða úrslit 250 000 US$ 25 000 US$ -
32 liða úrslit 200 000 US$ - -
64 liða úrslit 180 000 US$ - -
128 liða úrslit 160 000 US$ - -
256 liða úrslit 140 000 US$ - -
512 liða úrslit 120 000 US$ - -
Staða Deildaskiptur bikar Áskorendabikarinn Framrúðubikarinn
Sigurvegari 300 000 US$ 150 000 US$ -
Annað sæti 150 000 US$ 100 000 US$ -
Undanúrslit 100 000 US$ 50 000 US$ -
Fjórðungsúrslit 50 000 US$ 25 000 US$ -
Sextán liða úrslit 25 000 US$ - -
 
Server 070